Valur tryggði sér í kvöld Reykjavíkurmeistaratitil kvenna í fótbolta með 2:0-sigri á Fylki á Origo-vellinum á Hlíðarenda.
Eftir markalausan fyrri hálfleik skoraði Diljá Ýr Zomers fyrsta mark leiksins á 56. mínútu og Elín Metta Jensen tryggði 2:0-sigur með marki á 83. mínútu.
Fylkir varð Reykjavíkurmeistari í fyrra eftir baráttu við Val, en Valur hefur orðið Reykjavíkurmeistari 12 sinnum á síðustu 14 árum.
Næst á dagskrá hjá liðunum er Lengjubikarinn þar sem Valur mætir ÍBV í fyrsta leik 14. febrúar og Fylkir leikur við FH tveimur dögum fyrr.