Snýr aftur heim til Akureyrar

Daníel Hafsteinsson er kominn aftur í KA.
Daníel Hafsteinsson er kominn aftur í KA. Ljósmynd/Þórir Tryggvason

Knattspyrnumaðurinn Daníel Hafsteinsson hefur gert þriggja ára samning við uppeldisfélagið sitt KA. Kemur hann til KA frá Helsingborg í Svíþjóð. 

Daníel skoraði fimm mörk í 45 deildar- og bikarleikjum með KA áður en hann fór til Helsingborg árið 2019. Þar fékk hann fá tækifæri og var því lánaður til FH síðasta sumar þar sem hann skoraði fjögur mörk í 13 leikjum. 

„Danna þarf ekki að kynna fyrir KA-fólki enda uppalinn á KA-vellinum og verður virkilega gaman að fá hann aftur heim og sjá hann klæðast gulu treyjunni á nýjan leik,“ segir í tilkynningu frá KA.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert