Jón Dagur Þorsteinsson, fyrirliði 21-árs landsliðs Íslands í knattspyrnu, kom Árósaliðinu AGF upp í annað sæti dönsku úrvaldsdeildarinnar í kvöld.
Hann skoraði sigurmark liðsins gegn Lyngby, 1:0, á 50. mínútu leiksins og fyrir vikið er AGF komið upp fyrir meistarana í Midtjylland og í annað sætið með 28 stig. Midtjylland er með 27 og FC København 26 í þriðja og fjórða sæti.
Brøndby, lið Hjartar Hermannssonar, er hins vegar á toppnum með 30 stig og gæti náð fimm stiga forystu í kvöld þegar það tekur á móti AaB frá Álaborg.
Jón Dagur lék fyrstu 70 mínúturnar í leiknum í dag. Þetta er hans fimmta mark í deildinni á þessu keppnistímabili. Frederik Schram var varamarkvörður Lyngby í leiknum en hans lið er næstneðst í deildinni með 7 stig.
Når du er fra Island og elsker at score mål i kulden 🇮🇸❄️💪👏 #ksdh #agflbk (📸: @Ole_Nielsen_200) pic.twitter.com/T8LdUPf1sV
— AGF (@AGFFodbold) February 7, 2021