Liðstyrkur til Vestmannaeyja

ÍBV fær meiri liðsstyrk frá Lettlandi.
ÍBV fær meiri liðsstyrk frá Lettlandi. Ljósmynd/Sigfús Gunnar

Knattspyrnukonurnar Lana Osinina og Viktorija Zaicikova eru gengnar til liðs við ÍBV.

Þetta staðfesti félagið á heimasíðu sinni í dag en þær eiga báðar leiki að baki með lettneska landsliðinu.

Þær koma til félagsins frá Riga þar sem þær urðu lettneskir meistarar á síðustu leiktíð og skrifa þær undir samning sem gildir út tímabilið í Vestmannaeyjum.

Osinina er átján ára gamall sóknarmaður og Zaicikova er tvítugur framherji en ÍBV hafnaði í áttunda sæti úrvalsdeildarinnar, Pepsi Max-deildarinnar, síðasta sumar.

Hjá ÍBV hitta þær fyrir Olgu Sevcovu og Elizu Spruntule sem eru einnig frá Lettlandi,“ segir meðal annars í fréttatilkynningu Eyjamanna.

Landa þeirra Karlina Miksone, sem lék með ÍBV á síðasta tímabili, er hinsvegar farin aftur heim til Lettlands.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert