Ársþing Knattspyrnusamband Íslands sem haldið verður 27. febrúar verður ekki með hefðbundnu sniði að þessu sinni.
KSÍ hefur tilkynnt að ársþingið verði rafrænt í ár og haldið í gegnum fjarfundabúnað á umræddum degi.
Á vef KSÍ segir að þingið skuli halda árlega og eigi síðar en 28. febrúar. Að mati stjórnar sambandsins séu ekki þau skilyrði og aðstæður fyrir hendi sem með þarf til að halda þingið með hefðbundnum hætti.
Guðni Bergsson hefur verið formaður KSÍ undanfarin fjögur ár og hann er í framboði á ný en formaður er kjörinn til tveggja ára á þessu þingi.