Íslandsmót kvenna hefst í Vestmannaeyjum

ÍBV og Þór/KA eiga að mætast í fyrsta leiknum á …
ÍBV og Þór/KA eiga að mætast í fyrsta leiknum á Íslandsmóti kvenna í vor. Ljósmynd/Þórir Tryggvason

Flautað verður til leiks á Íslandsmóti kvenna í knattspyrnu þriðjudaginn 4. maí, samkvæmt drögum að mótinu sem KSÍ birti í dag, og mótið hefst á Hásteinsvelli í Vestmannaeyjum að þessu sinni.

Þar tekur ÍBV á móti Þór/KA en síðar um kvöldið mætast Valur og Stjarnan á Hlíðarenda. Hinir þrír leikirnir í fyrstu umferð úrvalsdeildar kvenna, Pepsi Max-deildarinnar, fara fram miðvikudaginn 5. maí en þá eiga að mætast Tindastóll  Þróttur R., Keflavík  Selfoss og Breiðablik  Fylkir. Þar verður söguleg viðureign á Sauðárkróki þegar Tindastóll spilar í fyrsta skipti leik í efstu deild á Íslandsmóti meistaraflokks í knattspyrnu.

Samkvæmt drögunum verður lokaumferð deildarinnar leikin sunnudaginn 12. september en þá eiga að mætast Breiðablik  Þróttur R., Tindastóll  Stjarnan, ÍBV  Fylkir, Þór/KA  Keflavík og Valur  Selfoss.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert