Óvíst er hvort íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu muni taka þátt fyrirhuguðu alþjóðlegu móti í Seden í Frakklandi sem átti að fara fram seinni hluta febrúarmánaðar.
Til stóð að Íslandi myndi mæta Frakklandi 17. febrúar, Noregi 20. febrúar og loks Sviss 23. febrúar.
Norðmenn hafa hins vegar ákveðið að draga sig úr keppni og er nú óvíst hvort alþjóðlega mótið í Seden muni fara fram.
„Forsendur mótsins eru breyttar og við bíðum eftir frekari upplýsingum,“ segir Jóhann Ólafur Sigurðsson starfsmaður KSÍ, í samtali við mbl.is í dag.
Þorsteinn Halldórsson var ráðinn þjálfari íslenska liðsins á dögunum og hefðu leikirnir í Frakklandi verið hans fyrstu sem þjálfara liðsins.
Íslenska liðið undirbýr sig nú fyrir lokamót EM 2022 sem fram fer á Englandi næsta sumar.