Auður aftur til ÍBV

Auður Sveinbjörnsdóttir Scheving í leik með ÍBV á síðasta tímabili.
Auður Sveinbjörnsdóttir Scheving í leik með ÍBV á síðasta tímabili. Ljósmynd/Þórir Tryggvason

Knattspyrnudeild ÍBV hefur tilkynnt að markvörðurinn Auður Sveinbjörnsdóttir Scheving sé gengin til liðs við Eyjakonur á ný og muni leika með liðinu á komandi tímabili. Kemur hún á lánssamningi frá Val, en hún var sömuleiðis í láni hjá ÍBV á síðasta tímabili.

Í fyrra lék Auður 14 af 16 leikjum ÍBV í úrvalsdeildinni. Hún er aðeins 18 ára gömul og hefur einnig leikið tvo leiki með Val í deildinni, á árunum 2017 og 2018.

Auður hefur leikið samtals 21 leik fyrir yngri landslið Íslands, þar af 10 fyrir U-19 ára landsliðið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert