Ólafsvíkingar styrkja sig

Ólafsvíkingar hafa styrkt sig fyrir átökin í sumar.
Ólafsvíkingar hafa styrkt sig fyrir átökin í sumar. mbl.is/Þröstur

Knattspyrnudeild Víkings frá Ólafsvík hefur gengið frá lánssamningum við Alex Bergmann Arnarsson og Martein Theódórsson.

Alex er 22 ára varnarmaður sem hefur leikið með Fram, Fjarðabyggð og Njarðvík. Hann kemur til Ólafsvíkur frá Víkingi í Reykjavík á lánssamningi sem gildir út leiktíðina an Arnar kom til liðs við Víking R. í vetur. Hann hefur leikið 22 deildaleiki hér á landi, þar af sex í 1. deild.

Marteinn, sem verður tvítugur á árinu, kemur til Víkings frá ÍA. Hann lék þrjá leiki með ÍA í efstu deild á síðustu leiktíð en hann hefur einnig leikið með Kára í 2. deild og Skallagrími í 3. og 4. deild, alls 28 deildaleiki.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert