Tveir danskir á Vestfirði

Vestramenn hafa styrkt sig fyrir átökin í 1. deild í …
Vestramenn hafa styrkt sig fyrir átökin í 1. deild í sumar. Ljósmynd/Sigfús Gunnar

Knattspyrnudeild Vestra hefur gengið frá samningum við dönsku leikmennina Nicolaj Madsen og Casper Gandrup.

Madsen, sem er 32 ára, kemur til Vestra frá Unterhaching í Þýskalandi. Hann er sóknarsinnaður miðjumaður sem einnig getur leikið á kantinum.

Hann hefur leikið með Sønderjyske, Vejle og Köge í heimalandinu og á yfir 100 leiki í efstu deild Danmerkur.

Gandrup kemur til Vestra frá Viborg en hann er 21 árs kantmaður, sem einnig getur leikið á miðjunni. Hann á tvo leiki með U19 ára landsliði Dana að baki.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert