Úr FH í Fylki

Valgerður Ósk Valsdóttir er komin í Fylki frá FH.
Valgerður Ósk Valsdóttir er komin í Fylki frá FH. Ljósmynd/Fylkir

Knattspyrnukonan Valgerður Ósk Valsdóttir er komin í Fylki frá FH. Hún gerði tveggja ára samning við Árbæjarfélagið í dag.

Valgerður, sem er 19 ára, er uppalin hjá FH og hefur alla tíð leikið með liðinu, alls 40 leiki í deild og bikar. Þá hefur hún leikið 12 leiki með yngri landsliðum Íslands.

FH féll úr Pepsi Max-deildinni á síðustu leiktíð og hefur misst marga mikilvæga leikmenn úr liðinu í kjölfarið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert