Knattspyrnudeild Leiknis í Reykjavík gekk í dag frá samningi við Loft Pál Eiríksson. Loftur kemur til Leiknis frá Þór þar sem hann hefur leikið frá árinu 2015, en hann er uppalinn hjá Tindastóli.
Loftur, sem er varnarmaður, hefur leikið 147 leiki í 1. deild og skorað í þeim fimm mörk. Hann lék 20 leiki með Þór í deildinni á síðustu leiktíð og skoraði í þeim eitt mark.
Leiknir leikur í efstu deild í fyrsta skipti frá árinu 2015 á komandi leiktíð en liðið var í öðru sæti 1. deildarinnar í sumar þegar tímabilið var flautað af.