Knattspyrnumarkvörðurinn Sindri Þór Sigþórsson hefur gert tveggja ára samning við Aftureldingu. Sindri lék með Vængjum Júpíters í 3. deild í fyrra en Afturelding er í 1. deild.
Sindri hefur áður leikið í deildinni en spilaði ellefu leiki með Haukum árið 2019. Sindri, sem er 22 ára, hefur einnig leikið með Elliða í 4. deild.
Spænski markvörðurinn Jon Tena leikur ekki með Aftureldingu á komandi leiktíð en hann hefur verið aðalmarkvörður Aftureldingar síðustu tvö tímabil.