Unglingalandsliðsmaður í Grindavík

Ólafur Guðmundsson leikur með Grindavík í sumar.
Ólafur Guðmundsson leikur með Grindavík í sumar. Ljósmynd/Grindavík

Hinn 19 ára gamli Ólafur Guðmundsson leikur með Grindavík á komandi tímabili en hann er unglingalandsliðsmaður í knattspyrnu. Hann kemur til Grindavíkur frá Breiðabliki.

Ólafur lék þrjá leiki með Keflavík í 1. deild á síðustu leiktíð og einn leik með Augnabliki í 3. deild 2019 en hann er vinstri bakvörður.

„Ólafi er ætlað stórt hlutverk í liði Grindavíkur í sumar í stöðu vinstri bakvarðar. Velkominn til Grindavíkur,“ segir í tilkynningu félagsins.

Hann hefur leikið sex leiki með U17 ára landsliði Íslands og tvo leiki fyrir U18 ára landsliðið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert