Helgi orðinn leikfær eftir fjórfalt fótbrot

Helgi Valur Daníelsson.
Helgi Valur Daníelsson. mbl.is/Hari

Helgi Valur Daníelsson kom við sögu í kvöld þegar Fylkir lék fyrsta leik sinn í Lengjubikarnum í knattspyrnu á tímabilinu. 

Helgi Valur kom inn á sem varamaður á 74. mínútu þegar Fylkir vann ÍBV 3:2 á Würth-vellinum í Árbæ. Arnór Borg Guðjohnsen, Orri Sveinn Stefánsson og Óskar Borgþórsson skoruðu fyrir Fylki en þeir Eyþór Orri Ómarsson og Eyþór Daði Kjartansson fyrir ÍBV.

Eiður Aron Sigurbjörnsson var fyrirliði hjá ÍBV í fyrsta leik …
Eiður Aron Sigurbjörnsson var fyrirliði hjá ÍBV í fyrsta leik liðsins í Lengjubikarnum í kvöld. mbl.is/Kristinn Magnússon


Varnarmaðurinn Eiður Aron Sigurbjörnsson er orðinn fyrirliði ÍBV en hann gekk aftur í raðir uppeldisfélagsins í vetur frá Val. 

Helgi Valur fjórbrotnaði í leik með Fylki í lok júní en tók þá ákvörðun að láta ekki staðar numið heldur reyna að leika með Fylki á Íslandsmótinu í sumar. Helgi verður fertugur í sumar og einhverjir hefðu líklega gefist upp við mótlæti sem þetta.

Helgi Valur Daníelsson borinn fótbrotinn af velli í lok júní.
Helgi Valur Daníelsson borinn fótbrotinn af velli í lok júní. mbl.is/Eggert Jóhannesson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert