Sænski vinstri bakvörðurinn Johannes Vall er að ganga til liðs við Íslandsmeistara Vals í knattspyrnu samkvæmt heimildum mbl.is.
Vall, sem er 28 ára gamall, lék með Ljungskile í sænsku B-deildinni á síðustu leiktíð þar sem hann byrjaði 27 leiki liðsins.
Varnarmaðurinn er uppalinn hjá Falkenbergs en hann hefur einnig leikið með Norrköping og Östers á ferlinum.
Þá á hann á að baki leiki með yngri landsliðum Svíþjóðar en Valsmenn unnu nokkuð sannfærandi sigur í úrvalsdeildinni, Pepsi Max-deildinni, á síðustu leiktíð.
Þeir hafa fengið til sín sterka leikmenn fyrir komandi keppnistímabil en þar ber helst að nefna Arnór Smárason og Tryggvi Hrafn Haraldsson frá Noregi. Þá eru Kasper Högh og Kristófer Jónsson einnig komnir til félagsins.