Geir dró framboð sitt til baka

Geir Þorsteinsson sóttist eftir formennsku í ÍTF.
Geir Þorsteinsson sóttist eftir formennsku í ÍTF. mbl.is/Hari

Orri Hlöðversson formaður knattspyrnudeildar Breiðabliks verður nýr formaður ÍTF, íslensks toppfótbolta og tekur hann við af fráfarandi formanni, Haraldi Haraldssyni en Orri staðfesti þetta í samtali við mbl.is í kvöld.

Fyrr í dag var greint frá því að Geir Þorsteinsson væri einnig að sækjast eftir formennsku  ÍTF en hann ákvað að draga framboð sitt til baka á aðalfundi félagsins í dag.

„Þetta er bara gamla góða sjálf­boðavinn­an og ég er ekki í þessu fyr­ir neitt annað. Ég vil fyrst og fremst gæta hags­muna fé­lag­anna í efstu og næst efstu deild,“ sagði Orri í hlaðvarpsþættinum Mín Skoðun með Valtý Birni Valtýssyni í dag.

Orri Hlöðversson, formaður knattspyrnudeildar Breiðabliks, Róbert Orri Þorkelsson og Óskar …
Orri Hlöðversson, formaður knattspyrnudeildar Breiðabliks, Róbert Orri Þorkelsson og Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari meistarflokks karla. Ljósmynd/blikar.is
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert