Andrea Mist til Svíþjóðar

Andrea Mist Pálsdóttir í leik með FH síðasta sumar.
Andrea Mist Pálsdóttir í leik með FH síðasta sumar. Eggert Jóhannesson

Knatt­spyrnu­kon­an Andrea Mist Páls­dótt­ir er búin að skrifa und­ir tveggja ára samn­ing við sænska úr­vals­deild­arliðið Växjö. Andrea Mist kem­ur frá FH.

Frá þessu er greint á Ak­ur­eyri.net. Á dög­un­um var til­kynnt um að hin 22 ára gamla Andrea Mist hafi gengið til liðs við Breiðablik að láni frá FH en nú hef­ur hún verið keypt til Svíþjóðar

„Ég sagði í viðtali fyr­ir þrem­ur vik­um að mig hafi dreymt um að spila í efstu deild í Svíþjóð frá því ég var lít­il, sak­laus fót­bolta­stelpa og svo nokkr­um dög­um seinna kem­ur þetta til­boð! Ég bjóst ekki við þessu núna, en er að sjálf­sögðu him­in­lif­andi,“ sagði Andrea í sam­tali við Ak­ur­eyri.net.

Växjö endaði í sjötta sæti af 12 liðum í sænsku úr­vals­deild­inni á síðasta keppn­is­tíma­bili.

„Um leið og til­boðið kom vissi ég hver ákvörðunin yrði. Ég er ótrú­lega spennt og get ekki beðið eft­ir því að sýna mig og sanna í Svíþjóð. Þetta er held­ur bet­ur skref fram á við á ferl­in­um,“ bætti hún við í sam­tali sínu við Ak­ur­eyri.net.

Andrea Mist er upp­al­in hjá Þór/​KA og hef­ur tvisvar áður reynt fyr­ir sér í at­vinnu­mennsku. Hún gekk til liðs við aust­ur­ríska úr­vals­deild­ar­fé­lagið Vor­derland á láni frá Þór/​KA í byrj­un árs 2019 og samdi svo við ít­alska A-deild­arliðið Orobica í upp­hafi síðasta árs. Hún samdi svo við FH nokkr­um mánuðum síðar.

mbl.is

Íslenski fótboltinn

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Frakkland 2 2 0 0 4:2 2 6
2 Noregur 2 1 0 1 2:2 0 3
3 Ísland 2 0 1 1 2:3 -1 1
4 Sviss 2 0 1 1 1:2 -1 1
25.02 Frakkland 3:2 Ísland
25.02 Noregur 2:1 Sviss
21.02 Frakkland 1:0 Noregur
21.02 Sviss 0:0 Ísland
04.04 16:45 Ísland : Noregur
04.04 19:00 Sviss : Frakkland
08.04 16:45 Ísland : Sviss
08.04 18:00 Noregur : Frakkland
30.05 18:00 Noregur : Ísland
30.05 19:10 Frakkland : Sviss
03.06 18:00 Ísland : Frakkland
03.06 18:00 Sviss : Noregur
urslit.net
Fleira áhugavert

Íslenski fótboltinn

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Frakkland 2 2 0 0 4:2 2 6
2 Noregur 2 1 0 1 2:2 0 3
3 Ísland 2 0 1 1 2:3 -1 1
4 Sviss 2 0 1 1 1:2 -1 1
25.02 Frakkland 3:2 Ísland
25.02 Noregur 2:1 Sviss
21.02 Frakkland 1:0 Noregur
21.02 Sviss 0:0 Ísland
04.04 16:45 Ísland : Noregur
04.04 19:00 Sviss : Frakkland
08.04 16:45 Ísland : Sviss
08.04 18:00 Noregur : Frakkland
30.05 18:00 Noregur : Ísland
30.05 19:10 Frakkland : Sviss
03.06 18:00 Ísland : Frakkland
03.06 18:00 Sviss : Noregur
urslit.net
Fleira áhugavert