Frá Eyjum til Vestfjarða

Diogo Coelho í leik með ÍBV sumarið 2019.
Diogo Coelho í leik með ÍBV sumarið 2019.

Portúgalski vinstri bakvörðurinn Diogo Coelho er genginn til liðs við Vestra og mun leika með liðinu á komandi tímabili.

Coelho þekkir vel til íslensku knattspyrnunnar þar sem hann lék með ÍBV í úrvalsdeild karla í tvö tímabil, árin 2018 og 2019. Hann söðlaði svo um til Armeníu á síðasta ári þar sem hann lék með Gandzazar í úrvalsdeildinni en er nú kominn aftur til Íslands.

Coelho, sem getur einnig spilað á vinstri kanti, lék 25 leiki í efstu deild fyrir ÍBV og tvo bikarleiki að auki.

Hann hefur þegar spilað sinn fyrsta leik fyrir Vestra. Það var í úrslitaleik B-deildar Fótbolta.net-mótsins, þar sem Vestri bar sigurorð af Víkingi Ólafsvík. Enduðu leikar 3:1 fyrir Vestra.

Vestri leikur áfram í 1. deild karla, Lengjudeildinni, á komandi tímabili eftir að hafa lent í 7. sæti deildarinnar sem nýliði á síðasta tímabili.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert