Knattspyrnukonan Karólína Jack hefur orðið fyrir því óláni að slíta krossband annað árið í röð og mun því ekki geta leikið með Fylki á komandi tímabili.
Fótbolti.net greinir frá. Karólína gekk til liðs við Fylki frá Víkingi Reykjavík á dögunum, en hún missti af öllu síðasta tímabili með Víkingi, einnig vegna slitins krossbands, eftir að hafa leikið 14 leiki með HK/Víkingi sumarið 2019 í Pepsi Max-deildinni.
Karólína er 19 ára gömul en hefur þrátt fyrir það spilað 55 leiki í meistaraflokki og skorað í þeim 13 mörk.