Leiknir fær góðan liðstyrk

Emil Berger er genginn til liðs við Leikni Reykjavík.
Emil Berger er genginn til liðs við Leikni Reykjavík. Ljósmynd/Leiknir Reykjavík

Sænski miðvallarleikmaðurinn Emil Berger er genginn til liðs við Leikni Reykjavík frá sænska B-deildarliðinu Dalkurd. Hann hefur þegar lokið sóttkví og getur því leikið með liðinu gegn ÍBV í Lengjubikarnum á morgun.

Berger er 29 ára gamall og hefur áður leikið hér á landi, þegar hann lék 10 leiki fyrir Fylki í úrvalsdeildinni síðari hluta tímabilsins árið 2013. Þá kom hann að láni frá Örebro.

Berger á 25 leiki að baki í sænsku úrvalsdeildinni, 51 leik í sænsku B-deildinni og 15 leiki í sænska bikarnum. Auk þess hefur hann leikið 87 leiki í sænsku C-deildinni og býr því yfir mikilli reynslu.

Leiknir komst upp úr 1. deildinni á síðasta tímabili og leikur því í úrvalsdeildinni, Pepsi Max-deildinni, á komandi tímabili.

Í tilkynningu frá Leikni segir um félagaskiptin:

„Emil kemur með aukna reynslu í Leiknisliðið en hann hefur áður spilað í efstu deild hér á landi, fyrir Fylki 2013 en þá kom hann á láni frá Örebro.

Það er mikið ánægjuefni að fá Emil í Breiðholtið en hann hefur lokið sóttkví og er kominn með leikheimild fyrir Lengjubikarleikinn gegn ÍBV á laugardaginn.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert