KA vann sannfærandi 5:0-sigur á Víkingi frá Ólafsvík í Lengjubikar karla í fótbolta í dag. Var leikurinn liður í 1. riðli og var leikið í Akraneshöllinni.
Nökkvi Þeyr Þórisson skoraði eina mark fyrri hálfleiks en Ásgeir Sigurgeirsson skoraði tvö mörk á fyrstu 20 mínútunum í seinni hálfleik og þess á milli skoruðu Víkingar sjálfsmark og var staðan því orðin 4:0.
KA-menn voru ekki hættir því belgíski bakvörðurinn Jonathan Hendrickx bætti við fimmta markinu skömmu fyrir leikslok, í fyrsta leik sínum með Akureyrarliðinu, og þar við sat.
Úrvalsdeildarlið KA er með þrjú stig eftir tvo leiki en fyrstudeildarlið Víkings er án stiga.