Kvennalið ÍBV hefur fengið liðsauka frá Trínidad og Tóbagó fyrir komandi keppnistímabil í fótboltanum.
Liana Hinds, landsliðskona karabíska eyríkisins, er gengin til liðs við ÍBV. Hún er 25 ára gömul, fjölhæfur leikmaður sem lék háskólafótbolta í Bandaríkjunum og með atvinnuliðinu New England Mutiny en hún kemur til Eyja frá Sundsvall í Svíþjóð.
Hinds hefur leikið með landsliði Trínidad og Tóbagó frá árinu 2014 og spilaði með U17 ára liði þjóðarinnar í úrslitakeppni heimsmeistaramótsins í þeim aldursflokki á sínum tíma.