Evrópska knattspyrnusambandið, UEFA, hefur aflýst Evrópumóti U19-ára landsliða fyrir EM 2021.
Þetta staðfesti sambandið á samfélagsmiðlum sínum í dag en ákvörðunin er tekin í ljósi stöðunnar í Evrópu vegna kórónuveirufaraldursins.
U19-ára landslið karla átti að mæta Noregi, Ungverjalandi og Andorra dagana 24.-30. mars í Noregi í undankeppninni fyrir mótið.
Þá átti U19-ára landslið kvenna að mæta Búlgaríu, Finnlandi og Georgíu í Búlgaríu, dagana 6.-12. apríl, í sínum undanriðli.