Markvörðurinn Bryndís Lára Hrafnkelsdóttir er gengin til liðs við knattspyrnufélag Víkings í Reykjavík.
Bryndís Lára er gríðarlega reynslumikil en hún á að baki 138 leiki efstu deild með ÍBV og Þór/KA.
Hún varð Íslandsmeistari með Þór/KA sumarið 2017 og þá á hún að baki einn A-landsleik. Þá á hún að baki þrjá landsleiki með yngri landsliðum Íslands.
Bryndís Lára lék með Val á síðustu leiktíð þar sem hún var varamarkvörður fyrir Söndru Sigurðardóttur.
Víkingur leikur í 1. deildinni, Lengjudeildinni, en liðið hafnaði í sjöunda sæti deildarinnar síðasta sumar.