Breiðablik hélt áfram sigurgöngu sinn í deildabikar karla í fótbolta, Lengjubikarnum, í dag og sigraði Eyjamenn 2:0 á Kópavogsvellinum.
Eftir markalausan fyrri hálfleik komu mörkin með örstuttu millibili upp úr miðjum síðari hálfleik. Gísli Eyjólfsson skoraði það fyrra eftir laglega sókn og strax í kjölfarið fengu Blikar vítaspyrnu þegar brotið var á Viktori Karli Einarssyni. Úr henni skoraði Guðjón Pétur Lýðsson, 2:0.
Breiðablik er því með níu stig eftir þrjá leiki í 4. riðli A-deildar og er með markatöluna 11:0. Áður unnu Blikar Leikni R. 4:0 og Þrótt R. 5:0.
Eyjamenn hafa hinsvegar tapað öllum þremur leikjum sínum en en þeir biðu áður lægri hlut gegn Fylki, 2:3, og gegn Leikni R. 1:4.