Spænski markvörðurinn Estanislao Marcellán er genginn til liðs við knattspyrnulið Aftureldingar í 1. deild karla, Lengjudeildinni.
Marcellán kemur til félagsins í stað Jon Tena sem hefur varið mark Aftureldingar undanfarin tvö tímabil.
Tena lék nítján af tuttugu leikjum Aftureldingar í fyrstu deildinni á síðustu leiktíð en liðið hafnaði í áttunda sæti deildarinnar með 25 stig.
Marcellán er uppalinn hjá Real Sociedad á Spáni en hann lék síðast með Salamanca í spænsku C-deidlinni.
Afturelding hefur leik í 1. deildinni næsta sumar hinn 7. maí þegar liðið fær Kórdrengi í heimsókn á Fagverksvöllinn að Varmá.