Knattspyrnumaðurinn Hans Viktor Guðmundsson, fyrirliði Fjölnis, verður frá keppni næstu 3-4 mánuði vegna meiðsla sem hann varð fyrir á æfingu með Fjölni á dögunum.
Hans fór í aðgerð í kjölfar meiðslanna en hlaðvarpsþátturinn Dr. Football greindi frá. Hans er í gipsi og missir væntanlega af byrjun tímabilsins, en Fjölnir leikur í 1. deild á næstu leiktíð eftir fall úr efstu deild síðasta sumar.
Hans, sem er 25 ára gamall, hefur alla tíð leikið með Fjölni, alls 113 leiki í deild og bikar og þar af 81 leik í efstu deild.