KR vann öruggan 4:0-sigur á Þór er liðin mættust í Lengjubikar karla í fótbolta í Boganum á Akureyri í kvöld.
Pálmi Rafn Pálmason skoraði eina mark fyrri hálfleiks úr víti og þeir Guðjón Baldvinsson, Óskar Örn Hauksson og Oddur Ingi Bjarnason bættu allir við mörkum í seinni hálfleik.
KR er með sjö stig eftir þrjá leiki, eins og Víkingur Reykjavík. Þór rekur lestina í 2. riðli án stiga eftir þrjá leiki.
Upplýsingar um markaskorara fengust á Fótbolta.net.