Valur og HK skildu jöfn í Lengjubikar karla í fótbolta á Origo-vellinum á Hlíðarenda í dag, 2:2.
Kaj Leo í Bartalsstovu kom Val yfir á 39. mínútu og miðvörðurinn Orri Sigurður Ómarsson bætti við öðru marki á 55. mínútu.
HK gafst hins vegar ekki upp því Stefan Alexander Ljubicic minnkaði muninn á 74. mínútu. Hann var svo aftur á ferðinni á 87. mínútu með jöfnunarmark og þar við sat.
Valur er í toppsæti 1. riðils með tíu stig eftir fimm leiki. HK er í öðru sæti með sjö stig.