Knattspyrnumaðurinn Sindri Scheving hefur gert samning við Fjölni. Hann kemur til félagsins frá Þrótti í Reykjavík.
Sindri, sem fæddist árið 1997, er uppalinn hjá Val en hann var í þrjú ár í unglingastarfi Reading á Englandi áður en hann sneri aftur heim árið 2017.
Síðan þá hefur hann leikið með Víkingi R., Haukum og loks Þrótti. Sindri hefur leikið 68 leiki hér á landi í deild og bikar, þar af 11 í efstu deild með Víkingi.