Níu af tólf félögum vildu breytingu

Úr leik Víkinga og KA í Pepsi Max-deildinni í fyrra.
Úr leik Víkinga og KA í Pepsi Max-deildinni í fyrra. mbl.is/Íris Jóhannsdóttir

Nokkurt ósætti virðist ríkja innan knattspyrnuhreyfingarinnar eftir að felldar voru tvær tillögur um lagabreytingu sem sneru að lengingu tímabilsins í efstu deild karla, á 75. ársþingi Knattspyrnusambands Íslands í síðasta mánuði.

Kosið var um tvær til­lög­ur til laga­breyt­ing­ar á þing­inu. Ann­ars veg­ar var til­laga frá stjórn KSÍ, byggð á vinnu starfs­hóps, um að hafa áfram 12 lið í úr­vals­deild en skipta henni í tvennt eft­ir hinar venju­legu 22 um­ferðir. Hvert lið fengi þá fimm auka­leiki; efstu sex liðin myndu mæt­ast inn­byrðis í úr­slita­keppni og neðstu sex sömu­leiðis.

Tillagan fékk um 54% stuðning og var því felld en til þess að breyta lögum KSÍ þarf samþykki 2/3 hluta greiddra atkvæða. Haraldur Haraldsson, framkvæmdastjóri Víkinga í Reykjavík og fyrrverandi formaður ÍTF, segir hins vegar að langflest lið í efstu deild hafi verið samþykk tillögunni, eða níu af tólf.

„Það voru 9 af 12 félögum í Pepsi Max-deildinni sem vildu fara í þetta fyrirkomulag með tvískipta deild. Þrjú vildu fara í fjórtán lið," sagði Haraldur í útvarpsþættinum Fótbolti.net á X977 um helgina. Vísar hann þarna í hina tillöguna, sem knattspyrnufélagið Fram lagði fram, um að fjölga liðum úr 12 í 14 og spila áfram tvöfalda umferð. Sú tillaga var einnig felld, fékk um 58% fylgi.

„Það tókust á blokkir og það var smölun í aðdraganda þingsins og svo meðan á því stóð, það voru símtöl og sms í gangi. Það var verið að smala á bak við tillögu Fram um fjórtán liða deild. En stuðningur Pepsi Max-liðanna og þeirra venslafélaga dugði alltaf til að fella þá tillögu, í mínum augum var það ljóst,“ bætti Haraldur við. Ljóst er að Íslandsmótið verður leikið í sumar með óbreyttu sniði, 12 lið og tvöföld umferð.

Haraldur V. Haraldsson á Víkingsvellinum.
Haraldur V. Haraldsson á Víkingsvellinum.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert