Knattspyrnufélagið Kórdrengir hefur gert samning við hinn 23 ára gamla Endrit Ibishi. Ibishi er sænskur miðvörður.
Leikmaðurinn kom í gegnum unglingastarf Halmstad og hefur einnig leikið með Vinberg. Hann lék síðast með Halmia í D-deild Svíþjóðar.
Kórdrengir báru sigur úr býtum í 2. deildinni á síðustu leiktíð og leika í 1. deild í fyrsta sinn á komandi leiktíð.