KR og Víkingur bæði komin áfram

KR og FH skildu jöfn í dag.
KR og FH skildu jöfn í dag. mbl.is/Arnþór Birkisson

KR og Víkingur úr Reykjavík eru bæði komin í átta liða úrslit Lengjubikars karla í fótbolta eftir að KR og FH skildu jöfn, 1:1, á gervigrasvelli Vesturbæinga í dag.

FH þurfti að vinna stórsigur til að eiga einhverja möguleika á að ná öðru tveggja efstu sætanna. KR er með 11 stig, Víkingur 10 og FH 8 en Víkingar mæta Þór í lokaumferðinni annað kvöld og geta þá tryggt sér efsta sæti riðilsins.

Þar með eru fjögur lið komin í átta liða úrslitin en Stjarnan og Breiðablik voru áður örugg um sæti þar.

Baldur Logi Guðlaugsson kom FH yfir á 38. mínútu í Vesturbænum í kvöld en Pálmi Rafn Pálmason jafnaði fyrir KR um miðjan síðari hálfleik.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert