KA er komið í 8-liða úrslit Lengjubikars karla í knattspyrnu þrátt fyrir 1:1-jafntefli gegn Grindavík í lokaleik 1. riðils í Boganum í kvöld.
Daníel Hafsteinsson kom KA yfir á 40. mínútu en Dagur Ingi Gunnarsson tryggði Grindvíkingum stig með marki á 87. mínútu. Jafnteflið dugar þó KA, sem endar í öðru sæti fyrir ofan HK á markatölu.
KA mætir Breiðabliki í fjórðungsúrslitunum á Kópavogsvelli á laugardaginn eftir viku.