Skórnir komnir á hilluna

Hólmfríður Magnúsdóttir hefur lagt skóna á hilluna.
Hólmfríður Magnúsdóttir hefur lagt skóna á hilluna. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Knattspyrnukonan Hólmfríður Magnúsdóttir hefur lagt skóna á hilluna eftir farsælan 20 ára feril. Hólmfríður tilkynnti um ákvörðun sína á samfélagsmiðlum í dag. 

„Eftir 20 ára feril í meistaraflokki hef ég tekið þá ákvörðun að taka af mér legghlífarnar og koma takkaskónum fyrir uppi á hillu. Ég var rétt að verða 16 ára þegar ég steig mín fyrstu skref í meistaraflokki með KR og spilaði m.a. minn fyrsta bikarúrslitaleik í byrjunarliði,“ byrjar Hólmfríður í löngum pistli sem hún skrifar á Facebook. 

Hólmfríður er næstmarkahæsta landsliðskona Íslands frá upphafi með 37 mörk í 113 A-landsleikjum. Aðeins Margrét Lára Viðarsdóttir hefur skorað meira fyrir landsliðið eða 79 mörk. 

Hólmfríður, sem er 36 ára, lék lengst af með KR en hún hefur einnig leikið með Selfossi, ÍBV og Val hér heima og Avaldsnes í Noregi í tvígang, með Fortuna Hjørring í Danmörku, Kristianstad í Svíþjóð og Philadelphia Independence í Bandaríkjunum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert