UEFA búið að tilkynna íslenska hópinn?

Mikael Neville Anderson, Andri Fannar Baldursson og Jón Dagur Þorsteinsson …
Mikael Neville Anderson, Andri Fannar Baldursson og Jón Dagur Þorsteinsson verða allir í hópnum ef upplýsingarnar á heimasíðu UEFA reynast réttar. Eggert Jóhannesson

Á heimasíðu UEFA virðist vera búið að tilkynna lokahóp íslenska U21-árs landsliðsins í knattspyrnu karla fyrir lokakeppni EM 2021 sem hefst í Ungverjalandi og Slóveníu í næstu viku. KSÍ hafði áætlað að tilkynna hópinn formlega næstkomandi fimmtudag.

Ef hópurinn sem er að finna á heimasíðu er réttur þá kennir þar ýmissa grasa. Til að mynda verða Jón Dagur Þorsteinsson og Mikael Neville Anderson með liðinu.

Alfons Sampsted og Arnór Sigurðsson verða hins vegar ekki með liðinu og þar með eru taldar allar líkur á að þeir verði valdir í A-landsliðshópinn, sem verður tilkynntur á morgun.

Lokahópurinn samkvæmt heimasíðu UEFA:

Markmenn:
Patrik Sigurður Gunnarsson – Silkeborg
Elías Rafn Ólafsson - Fredericia
Hákon Rafn Valdimarsson - Grótta

Varnarmenn:
Ari Leifsson - Strömsgodset
Finnur Tómas Pálmason - Norrköping
Hörður Ingi Gunnarsson - FH
Ísak Óli Ólafsson - SönderjyskE
Kolbeinn Birgir Finnsson - Borussia Dortmund II
Róbert Orri Þorkelsson - Breiðablik
Valgeir Lunddal Fridriksson - Häcken

Miðjumenn:
Alex Þór Hauksson - Öster
Andri Fannar Baldursson - Bologna
Ísak Bergmann Jóhannesson - Norrköping
Stefán Teitur Þórðarson - Silkeborg
Willum Þór Willumsson - BATE Borisov
Þórir Jóhann Helgason - FH

Sóknarmenn:
Brynjólfur Andersen Willumsson - Kristiansund
Sveinn Aron Guðjohnsen – OB
Jón Dagur Þorsteinsson - AGF
Mikael Neville Anderson - Midtjylland
Valdimar Þór Ingimundarson – Strömsgodset
Kolbeinn Þórðarson - Lommel
Bjarki Steinn Bjarkason - Venezia

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert