Lars ekki með liðinu til Armeníu?

Kári Árnason og Gylfi Þór Sigurðsson ræða við Lars Lagerbäck. …
Kári Árnason og Gylfi Þór Sigurðsson ræða við Lars Lagerbäck. Þeir hittast á ný í landsliðsferðinni. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Lars Lagerbäck, fyrrverandi þjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta og núverandi tæknilegur ráðgjafi í þjálfarateymi liðsins, verður með því í allavega tveimur af þremur leikjum þess í undankeppni heimsmeistaramótsins dagana 25. til 31. mars.

Lars kemur til Duisburg í Þýskalandi á föstudaginn kemur þar sem hann hittir Arnar Þór Viðarsson landsliðsþjálfara og Eið Smára Guðjohnsen aðstoðarþjálfara. Hann verður með liðinu í leiknum gegn Þýskalandi, og svo aftur í leiknum gegn Liechtenstein 31. mars.

Óvíst er hins vegar hvort hann fylgi liðinu til Armeníu en leikurinn þar fer fram 28. mars. „Það kemur í ljós en Lars vill fyrst og fremst enga áhættu taka. Hann var að vonast eftir því að verða búinn að fá bólusetningu fyrir kórónuveirunni heima í Svíþjóð áður en að þessu verkefni kæmi en það náðist ekki," sagði Arnar, en Lars er 72 ára gamall.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert