Ragnar Sigurðsson, landsliðsmiðvörður í knattspyrnu, á möguleika á að spila sinn 100. landsleik þann 31. mars þegar Ísland mætir Liechtenstein í Vaduz í undankeppni heimsmeistaramótsins.
Ragnar, sem nú spilar með Rukh Lviv í Úkraínu, er næstleikjahæsti leikmaður landsliðsins frá upphafi með 97 landsleiki og aðeins Rúnar Kristinsson á fleiri leiki að baki, eða 104.
Ísland mætir Þýskalandi, Armeníu og Liechtenstein dagana 25., 28. og 31. mars og Ragnar gæti því leikið hundraðasta leikinn í Vaduz.
Það er þó alls ekki sjálfgefið því Arnar Þór Viðarsson landsliðsþjálfari mun eflaust þurfa að dreifa leikjaálaginu eitthvað á milli manna þegar leiknir eru þrír leikir á sjö dögum.