Fyrirliði í Ungverjalandi

Jón Dagur Þorsteinsson er reynslumesti leikmaðurinn í hópnum.
Jón Dagur Þorsteinsson er reynslumesti leikmaðurinn í hópnum. mbl.is/Kristinn Magnússon

Jón Dagur Þorsteinsson verður fyrirliði U21-árs landsliðs karla í knattspyrnu í lokakeppni EM 2021 sem hefst á fimmtudaginn kemur í Györ í Ungverjalandi.

Þetta staðfesti Davið Snorri Jónasson, þjálfari íslenska liðsins, á blaðamannafundi í höfuðstöðvum KSÍ í Laugardalnum í dag.

Jón Dagur var fyrirliði íslenska liðsins í undankeppninni en hann er samningsbundinn AGF í dönsku úrvalsdeildinni.

Jón Dagur á að baki 21 landsleik fyrir U21-árs landsliðið þar sem hann hefur skorað fimm mörk og þá sex A-landsleiki þar sem hann hefur skorað eitt mark.

Jón Dagur er reynslumesti leikmaðurinn í lokahópnum en Alex Þór Hauksson kemur þar á eftir með 18 landsleiki fyrir U21-árs landsliðið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert