Nýliðarnir fá sóknarmann frá Venesúela

Octavio Páez (t.h.).
Octavio Páez (t.h.). Ljósmynd/Leiknir

Leiknir úr Reykjavík hefur samið við knattspyrnumanninn Octavio Páez um að leika með liðinu í sumar en sá er frá Venesúela.

Breiðhyltingar verða nýliðar í úrvalsdeild karla í knattspyrnu, Pepsi Max-deildinni, í sumar eftir að hafa hafnað í öðru sæti fyrstu deildarinnar á síðustu leiktíð. Þeir greina frá komu Páez á heimasíðu sinni í dag og kemur þar fram að hann er 21 árs sóknarmiðjumaður sem hefur spilað í heimalandinu og í Króatíu þar sem hann spilaði síðast með liði NK Istra frá árinu 2018.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert