Knattspyrnudeild Þórs hefur fengið til sín liðsstyrk fyrir komandi átök á Íslandsmótinu í sumar en búið er að semja við serbneskan leikmann.
Sá heitir Petar Planic og er 32 ára miðvörður og hefur meðal annars spilað fjölda leikja í efstu deild í heimalandinu og einnig spilað í asísku meistaradeildinni. Þórsarar höfnuðu í 5. sæti Lengjudeildarinnar í fyrra.