Mikill liðsstyrkur í Kópavoginn

Árni Vilhjálmsson er genginn til liðs við Breiðablik á nýjan …
Árni Vilhjálmsson er genginn til liðs við Breiðablik á nýjan leik. Ljósmynd/Blikar.is

Knattspyrnumaðurinn Árni Vilhjálmsson er genginn til liðs við Breiðablik og skrifar hann undir tveggja ára samning við uppeldisfélag sitt.

Þetta staðfesti félagið á samfélagsmiðlum sínum í dag en Árni, sem er 26 ára gamall, lék síðast með Kolos Kovalivka í úkraínsku úrvalsdeildinni.

Framherjinn er uppalinn í Kópavoginum en hann á að baki 75 leiki í efstu deild þar sem hann hefur skorað 29 mörk.

Hann hefur leikið sem atvinnumaður með Lillestrøm í Noregi, Janköpings Södra í Svíþjóð, Termalica Nieciecza í Póllandi og Chornomorets Odesa í Úkraínu á ferlinum.

Þá á hann að baki einn A-landsleik fyrir Ísland og 33 leiki fyrir yngri landslið Íslands þar sem hann hefur skorað níu mörk.

Með þessari viðbót kemur enn meiri ógnun í sóknarleik Blikaliðsins og eru þetta skýr skilaboð Blika að liðið ætli sér að keppa um titla í sumar,“ segir meðal annars í fréttatilkynningu Blika.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert