Sýning í Víkinni - Ástralinn með þrennu

Víkingarnir Júlíus Magnússon og Viktor Örlygur Andrason og Keflvíkingurinn Kian …
Víkingarnir Júlíus Magnússon og Viktor Örlygur Andrason og Keflvíkingurinn Kian Paul Williams í leiknum í kvöld. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Joey Gibbs fór mikinn fyrir Keflavík þegar liðið tryggði sér sæti í undanúrslitum deildabikars karla í knattspyrnu, Lengjubikarsins, eftir dramatískan sigur gegn Víkingi í Reykjavík á Víkingsvelli í Fossvogi í átta liða úrslitum keppninnar í kvöld.

Víkingar komust í 2:0 í leiknum með mörkum frá þeim Nikolaj Hansen og Erlingi Agnarssyni.

Joey Gibbs minnkaði muninn fyrir Keflavík á 41. mínútu áður en Kristall Máni Ingason kom Víkingum 3:1-yfir með marki í upphafi síðari hálfleiks.

Gibbs var hvergi nærri hættur og minnkaði muninn á nýjan leik á 76. mínútu. Hann fullkomnaði svo þrennuna á 88. mínútu þegar hann jafnaði metin fyrir Keflavík.

Ekk i voru fleiri mörk skoruð í Víkinni og því var gripið til vítakeppni þar sem að Keflavík hafði betur eftir bráðabana. 

Keflavík er fysta liðið til þess að tryggja sér sæti í undanúrslitum Lengjubikarsins en á morgun mætast Valur og KR á Hlíðarenda, Stjarnan og Fylkir í Garðabæ og Breiðablik og KA í Kópavoginum í hinum viðureignum átta liða úrslitanna.

Keflvíkingar munu mæta Breiðabliki eða KA í undanúrslitum á skírdag, 1. apríl.

Markaskorarar fengnir af fótbolta.net.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert