Breiðablik síðast í undanúrslitin

Viktor Karl Einarsson með boltann á Kópavogsvelli í dag. Hann …
Viktor Karl Einarsson með boltann á Kópavogsvelli í dag. Hann skoraði annað mark Blika. Ljósmynd/Árni Torfason

Breiðablik varð rétt í þessu síðasta liðið til að tryggja sér sæti í undanúrslitum Lengjubikars karla í knattspyrnu með 2:1-sigri á KA á Kópavogsvelli.

Heimamenn komust í tveggja marka forystu á stuttum kafla, fyrst skoraði Jason Daði Svanþórsson á 38. mínútu og svo bætti Viktor Karl Einarsson við marki tveimur mínútum síðar. Gestirnir minnkuðu muninn, Rodrigo Gomes skoraði á 49. mínútu en nær komust gestirnir ekki.

Breiðablik mun því mæta fyrstudeildarliði Keflavíkur í undanúrslitunum 1. apríl en á sama tíma fer fram leikur Vals og Stjörnunnar. Sigurvegarar þessara leikja mætast svo í úrslitaleik 5. apríl.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka