Framherjinn dregur sig úr landsliðshópnum

Björn Bergmann Sigurðarson leikur ekki með Íslandi í mars.
Björn Bergmann Sigurðarson leikur ekki með Íslandi í mars. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Framherjinn Björn Bergmann Sigurðarson leikur ekki með íslenska landsliðinu í fótbolta gegn Þýskalandi, Armeníu og Liechtenstein í lok mánaðar þar sem hann hefur dregið sig úr landsliðshópnum.

KSÍ greinir frá en ekki kemur fram hvers vegna Björn dró sig úr hópnum en hann lék í rúmar 60 mínútur með Molde gegn Granada í sextán liða úrslitum Evrópudeildarinnar í fyrrakvöld. Ekki hefur verið ákveðið hvort annar leikmaður verði kallaður inn í hópinn í stað Skagamannsins. 

Ísland leikur gegn Þýskalandi 25. mars næstkomandi, gegn Armeníu þremur dögum síðar og loks gegn Liechtenstein 31. mars. Allir leikirnir fara fram á útivöllum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert