Framlengir við uppeldisfélagið

Jóhann Árni Gunnarsson hefur framlengt samning sinn við Fjölni.
Jóhann Árni Gunnarsson hefur framlengt samning sinn við Fjölni. mbl.is/Árni Sæberg

Knattspyrnumaðurinn Jóhann Árni Gunnarsson hefur framlengt samning sinn við uppeldisfélagið Fjölni til ársins 2022. 

Jóhann Árni hefur alla tíð leikið með Fjölni, alls 48 leiki í deild og bikar, og skorað í þeim níu mörk. Hann hefur leikið 20 leiki í efstu deild og skorað fjögur mörk. 

Þá hefur Jóhann Árni leikið 19 leiki fyrir yngri landslið Íslands og skorað í þeim eitt mark. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert