Sagður hafa mætt undir áhrifum áfengis

Tryggvi Guðmundsson tók við þjálfun Kormáks/Hvatar í lok febrúar.
Tryggvi Guðmundsson tók við þjálfun Kormáks/Hvatar í lok febrúar. mbl.is/Árni Sæberg

Tryggva Guðmundssyni hefur verið sagt upp störfum sem þjálfara knattspyrnuliðs Kormáks/Hvatar.

Það er fótbolti.net sem greinir frá þessu en samkvæmt heimildum miðilsins mætti þjálfarinn fyrrverandi undir áhrifum áfengis á æfingu liðsins á dögunum.

Tryggvi var ekki á skýrslu þegar liðið tapaði 7:4 gegn Úlfunum í C-deild deildabikarsins, Lengjubikarsins, í dag.

Fótbolti.net greinir frá því að Tryggvi hafi einnig mætt undir áhrifum áfengis í leikinn í dag.

Tryggvi tók við þjálfun Kormáks/Hvatar 24. febrúar síðastliðinn og entist því aðeins í tæpan mánuð í starfi.

Kormákur/Hvöt leikur í fjórðu deildinni í sumar en liðið fór í umspil um laust sæti í þriðju deildinni síðasta sumar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert