Viðbeinsbrotnaði við að verja víti

Ingvar Jónsson verður frá keppni næstu vikurnar.
Ingvar Jónsson verður frá keppni næstu vikurnar. Mbl.is/Íris Jóhannsdóttir

Markvörðurinn Ingvar Jónsson leikur ekki fótbolta næstu vikurnar eftir að hann viðbeinsbrotnaði í leik Víkings frá Reykjavík og Keflavíkur í Lengjubikarnum í gærkvöldi.

Fótbolti.net greinir frá en þar kemur fram að Ingvar hafi meiðst við að verja fyrstu vítaspyrnu Keflvíkinga í vítakeppni. Að lokum vann Keflavík vítakeppnina og fór áfram í undanúrslit.

Ingvar þarf að fara í aðgerð og verður frá í 4-6 vikur vegna meiðslanna. Landsliðsmiðvörðurinn Kári Árnason fór í markið eftir meiðsli Ingvars en tókst ekki að verja neina spyrnu frá Keflvíkingum.   

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert