Eyjamenn semja við lykilmann

Halldór Páll Geirsson eftir að hafa skrifað undir nýjan samning …
Halldór Páll Geirsson eftir að hafa skrifað undir nýjan samning fyrir helgi. Ljósmynd/ÍBV

Markvörðurinn Halldór Páll Geirsson hefur skrifað undir nýjan samning við knattspyrnudeild ÍBV. Nýi samningurinn gildir út tímabilið 2023.

ÍBV leikur annað árið í röð í næstefstu deild, Lengjudeildinni, eftir að hafa lent í sjötta sæti á síðasta tímabili og hefur Halldór Páll ákveðið að halda tryggð við uppeldisfélagið þegar liðið mun gera aðra atlögu að því að komast upp í Pepsi Max-deildina að nýju.

Halldór Páll, sem verður 27 ára á árinu, hefur spilað 65 deildarleiki fyrir ÍBV, þar af 49 í efstu deild.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert